article-2476348-18F900A400000578-72_634x812 (1)

Leikarinn Orlando Bloom og ofurfyrirsætan Miranda Kerr hafa ákveðið að skilja eftir sex ára samband og þriggja ára hjónaband.

Saman eiga þau soninn Flynn sem fæddist árið 2011. Skilnaðurinn var sameiginleg ákvörðun þeirra beggja en þau hafa verið aðskilin í nokkra mánuði án þess að vera formlega skilin.

article-2476348-18F8204000000578-116_634x873

Miranda og Orlando gáfu frá sér yfirlýsingu sem hljóðar svo: “Eftir sex ár saman hafa Orlando og Miranda ákveðið að skilja. Þrátt fyrir að hjónabandið sé nú á enda, elska þau, styðja og virða hvort annað sem foreldra og fjölskyldu”.

Screen Shot 2013-10-25 at 09.35.38

Þau ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að Flynn litli sé hamingjusamur og að hans velferð sé númer eitt, tvö og þrjú hjá þeim báðum.

Ástæða skilnaðarins er ekki enn komin í ljós en hugsanlega hafa þau haft lítinn tíma fyrir sambandið þar sem þau ferðast bæði mikið vegna vinnu – það getur verið erfitt að halda rómantíkinni á lofti þegar fjarlægðin er mikil.