Screen Shot 2013-10-18 at 09.14.03

Svarti Rússinn hefur um árabil verið mjög vinsæll kokteill hér á landi og einn af þeim vinsælustu á 80’s árunum.

Drykkur þessi samanstendur af tveimur innihaldsefnum og er mjög áfengur svo þú þarft að fara varlega  í hann en hann er tilvalin fyrir þær sem þurfa smá kaffiskot með kokteilnum. Til dæmis í happy hour eftir vinnu.

Og uppskriftin er mjög einföld…

Black Russian

3 cl. Smirnoff hreint
3 cl. Kahlúa eða annar kaffilíkjör í kalt glas.

Hristu vel í kokteilhristara eða fylltu glasið með ísmolum.

Sagan segir að belgískur barþjónn í Lúxemborg hafi hrist þennan saman fyrir rússneskan, mjög kröfuharðan og partýglaðan sendiherra sem mætti á veitingastað til hans árið 1949 en drykkurinn hefur nafn sitt af vodkanu sem er og hefur alltaf verið eitt helsta eftiræti Rússa.

Tilvalinn kokteill fyrir hvaða tilefni sem er en aðallega góður í skammdeginu í vetur!