IMG_8280

Þetta er ekta meistaramánuðsmáltíð! Ekki það að ég sé sérlegur þátttakandi í þessum ágæta mánuði. Ó, nei. Enda fer ég ekki í gegnum 30 daga án rauðvíns. Það er hreint og klárt ofbeldi.

Zucchinipizza

  • 1 vænt zucchini skorið í þunnar sneiðar
  • Olía
  • Salt og pipar
  • Pizzasósa
  • Ostur

Það álegg sem hugurinn girnist. Ég notaði meðal annars skinku, sveppi og tómata.

Zucchinið er skorið í þunnar sneiðar eins og áður sagði. Sneiðarnar eru steiktar upp úr olíu og kryddaðar með salti og pipar. Þegar sneiðarnar hafa tekið góðan lit er þeim raðað á ofnplötu og álegginu smellt ofan á. Að því loknu er þeim hent inn í 200° heitan ofn og látnar dvelja þar þangað til osturinn er vel bráðinn.

Þetta kemur verulega á óvart! Ég mæli svo sannarlega með því að þú prófir – hollt bæði fyrir bumbuna og samviskuna!