b9d3010f28c96dcd377765b4827c86d0

Helmut Newton var fæddur í Berlín 31. október 1920 og lést þann 23. janúar 2004.

Helmut stundaði nám í Amerískum skóla í Berlín en hann var ekki góður nemandi og var rekinn úr skóla um svipaðar mundir og áhugi hans á ljósmyndun kviknaði er hann eignaðist sína fyrstu myndavél 12 ára að aldri.

Hinn ungi Helmut kláraði þó skólann og  árið 1936 fór hann að vinna fyrir afar góðan ljósmyndara er hét Elsie Simon en var þekkt sem Yva. Þar starfaði hann þar til seinni heimstyrjöldin skall á.

Helmut var greinilega mikill ævintýra maður því foreldrar hans þurftu að senda hann til Kína til að koma honum í burtu frá vandræðum enn og aftur en Helmut stoppaði í Singapore þar sem hann fékk starf hjá The Straits Times Newspaper en hann hélt því starfi í heilar tvær vikur.

Í stað þess að elta drauminn og verða ljósmyndari, hitti Helmut eldri Belgíska konu og varð hann elskhugi hennar.

Fluttu þau saman til Ástralíu 1940 rétt áður en Japanir gerðu innrás. Seinna gekk hann í Ástralska herinn og árið 1948 giftist hann leikkonunni June Brunell og voru þau gift alla tíð eða allt þar til Helmut lést.

med_1-helmut-newton-11-jpg

Helmut var fæddur Helmut Neustaedter og breytti loksins nafninu í Newton og opnaði loks lítið ljósmyndastúdíó í Melbourne og fljótlega var hann farinn að taka myndir fyrir franska Vouge þetta var árið 1961 en Helmut myndaði fyrir franska Vouge í 25 ár.

Á næstu árum tók hann myndir fyrir t.d Playboy, Queen, Nova, Marie-Claire, Elle og Bandarísku, ítölsku og þýsku útgáfurnar af Vouge.

Hann setti nýja standarda í þennan iðnað með sínum ögrandi myndum.

Áhugi Helmut á kvenmannslíkamanum nöktum og helst að mynda hann alltaf þannig, átti það til að koma honum í vandræði en kappinn var kallaður “King of Kink” og “Prince of Porn” eftir að bókin hans “White Women” var gefin út árið 1970.

Myndaröðin hans “Big Nudes,” sem eru risastórar myndir af nöktum módelum, eru eflaust hans mest þekktu verk en  á meðan vinsældirnar stóðu sem hæst voru myndir hans að seljast fyrir um 100.000 dollara stykkið á Áströlsku uppboði. Árið 2004, 23 janúar lést þessi mikli snillingur í bílslysi í Hollywood. Hann var þá 83. ára að aldri.

 Kíktu á myndirnar sem hann tók í gegnum árin…