BlueberryBasilVodkaGimlet3

Á haustin luma margir á bláberjum í frystinum enda bláberjatíðin nýafstaðin.

Föstudagskokteillinn að þessu sinni er frábær vodkakokteill með bláberja- og basilíku sírópi.

INNIHALD

2 dl. bláberja-basilíku síróp*

1,5 dl. Smirnoff Red vodka

1,5 dl. nýkreistur sítrónusafi

Sódavatn

Handfylli af klaka

Hrærið saman öllu í kokteilhristara með klökum og blandið vel saman. Hellið um hálfu glasi af blöndunni í hátt glas og fyllið svo með sódavatni.

Screen Shot 2013-10-11 at 6.27.55 PM

 

Bláberja-basilíku síróp (fyrir 2-3 glös)

INNIHALD

5 dl. vatn

2,5 dl. sykur

Rifinn sítrónubörkur af einni sítrónu

350 gr. bláber

2 pakkar basilíku lauf

AÐFERÐ

Hrærið saman á pönnu undir miðlungshita öllu hráefninu, uns sykurinn hefur bráðnað. Látið blönduna sjóða, lækkið síðan undir og látið léttsjóða svo blandan þykkni, en það tekur um 15 mínútur. Síið blönduna yfir skál og kælið.

Bragðgóður og öðruvísi kokteill sem indælt er að njóta á vindasömu föstudagskvöldi.

Góða helgi!