Screen Shot 2013-10-06 at 17.03.14

Um daginn skrapp ég á Kaffitár í Þjóðminjasafninu að fá mér hressingu.

Þetta væri nú ekki frásögur færandi nema það að þennan daginn lifði ég á brúninni og pantaði mér kaldan kaffidrykk sem var svo ljúffengur að það var ekki annað í stöðunni en að koma með uppskriftina hér. Drykkinn pantaði ég með laktósalausri mjólk og sykurlausu sýrópi en auðvitað geta þær sem þola sykur og laktósa bara fengið sér það. Bragðmunurinn er þó enginn og laktósalausa mjólkin er mjög skemmtileg í allskonar svona kaffidrykki því hún freyðir líka vel.

Svalur dani

  • 6-7 klakar í glas
  • 1-1.5 msk af hlynsýrópi (maplesyrup) eða sykurlausu pancake sýrópi frá Torani.
  • uþb 10 ræmur af sítrónuberki
  • Tvöfaldur espresso eða 60 ml af mjög sterkri uppáhellingu – gott að nota espressó húsblöndu frá Kaffitár
  • Mjólk

Þú getur blandað öllu saman í glas og byrjað þá á kaffi, klaka og sítrónuberki og sýrópi og enda með að fylla upp með mjólk, eða notað blender eða kokteilhristara… það er auðvitað enn betra.

Drykkurinn fær nafn sitt af kaffihúsinu í Köben þar sem hún Unnur á Kaffitári vann áður. Þar var þessi drykkur sá alvinsælasti og ég spái því að hann geti orðið vel vinsæll með vorinu aftur enda ekki alltaf nauðsynlegt að fá sér 2000 hitaeiningar um leið og maður pantar sér kaldan kaffidrykk.

Prófaðu einu sinni og þú færð þér þennann örugglega aftur!