SuÃÅkkula√∞ibollakoÃàkurMLJ_6416_ copy

Barnaafmæli eru skemmtilegustu veislurnar sem ég held. Stemningin þegar krakkar koma saman og eftirvænting og einlæg gleði ræður ríkjum er engu lík.

Tortillarullurskinka11889_ copyÉg hef haft gaman af því að skipuleggja afmæli barnanna minna og ekki síst þegar þau hafa verið komin á þann aldur að geta tekið þátt í undirbúningnum. Það eru góðar stundir þegar við erum saman að spá og spekúlera í hvernig partíið þeirra á að vera og hvað á að bjóða upp á. Það er alls ekki aðalatriði að bjóða upp á sem flestar tegundir eða veitingar sem krefjast mikils og flókins undirbúnings. Heldur frekar að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og búa til litríkar, gómsætar og glaðlegar kræsingar sem krakkar hrífast af og finnast góðar. Það er hægt með ótrúlega lítilli fyrirhöfn.

Börnum finnst spennandi ef matur hefur verið ,,smækkaður“ eins og þegar búnar eru til litlar pítsur, samlokur eða hamborgarar. Afmæliskakan er þó yfirleitt það sem stendur upp úr á veisluborðinu og er stolt afmælisbarnsins.

Þegar einungis börn eru veislugestir er nóg að bjóða upp á til dæmis einhverjar tvær aðrir tegundir, gjarnan eitthvað ósætt. sbr. tortillarúllur, smáborgara, pítsubolla eða jafnvel grænmeti í glösum og einnig eitthvað sniðugt eins og skrautlega sykurpúða, súkkulaðihjúpuð jarðarber eða súkkulaðipopp.

Hér eru nokkrar hugmyndir í næsta barnaafmæli sem allar er að finna í bókinni minni Partíréttir. Njótið vel en umfram allt hafið gaman af.

Ormagryfja1_2784_ copy

Ormagryfjan

Slímugir hlaupsælgætisormar sem gægjast upp úr girnilegri ,,kexmulnings’’moldinni eru skrautið á þessari súkkulaðiköku. Súkkulaðivindlar gegna hlutverki grindverks í kringum ,,moldarbynkinn’’. Dýrindis súkkulaðibotnar eru undirstaða þessa alls og dásamlegt súkkulaðikrem heldur öllu í föstum skorðum. Hér er sama súkkulaðikökuuppskriftin notuð og í prinsessukökunni hér að framan.

Súkkulaðikaka

200 g smjörJellýormar í glasi1_3211_ copy
200 g púðursykur
5 msk. sykur
4 egg
2 tsk. vanilludropar
260 g hveiti
1 ½ tsk. matarsódi
½ tsk .salt
6 msk. kakóduft
2 dl kaffi (má vera volgt)
2 dl súrmjólk (má nota ab-mjólk)
Hitið ofninn í 180 gráður.

Hrærið saman smjör, púðursykur og sykur þar til verður létt og ljóst. Bætið eggjum saman við, einu í einu og vanilludropum og hrærið vel. Sigtið hveiti, matarsóda, salti og kakódufti út í. Bætið kaffi og súrmjólk varlega saman við og hrærið. Hellið í tvö kringlótt kökuform og bakið í 40-45 mínútur (fer eftir stærð formanna) eða þegar prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.

Súkkulaðikrem

100 g suðusúkkulaði
100 g smjör
300 g flórsykur
1 ½ msk kakóduft
1 tsk vanilludropar
1 dl rjómi
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og setjið til hliðar. Hrærið smjör, flórsykur og kakóduft vel saman. Bætið vanilludropum og rjóma saman við og loks brædda súkkulaðinu. Smyrjið kreminu á milli súkkulaðikökubotnanna, sem og hliðarnar og ofan á kökuna sjálfa.

12-16 oreokex, eða annað súkkulaðikex
2 ½ pk súkkulaðivindlar, líka hægt að nota ískex, saltstangir ofl.
hlaupsælgætisormar

Raðið súkkulaðivindlunum í kringum kökuna. Látið það festast í kreminu. Hafi kremið þornað um of, svo vindlarnir festast ekki nóg, er einfalt að bleyta með örlitlu vatni í kreminu með borðhníf. Myljið kexið, gjarnan í matvinnsluvél, þar til verður að fíngerðum mulningi. Dreifið því ofan á kökuna. Skreytið með hlaupsælgætisormum.

Pitsubollar_258_ copy

Pítsubollar

Í þessari uppskrift eru litlir pítsubollar bakaðir í álbakkamúffuformum. Notað er pítsudeig og síðan er uppáhalds pítsuáleggið sett á eins og í annarri pítsugerð.

1 pk. pítsudeig, um 280 gsmaborgarar_2890_ copy
200 g pítsusósa
3 hvítlauksrif, marin
1 lítill rauðlaukur, saxaður smátt
6-8 skinkusneiðar, skornar í bita
handfylli fersk basilíka og meira til skrauts
smá pítsukrydd, má sleppa
50 g rifinn ostur.

Hitið ofninn í 200 gráður.
Skerið út hæfilega hringi sem passa í álbakkaformin og gerið ráð fyrir að búa til brúnir aðeins upp með formunum. Setjið deigið í botn formanna og þrýstið því upp með hliðum þeirra þannig að litlar skálar eða bollar myndist. Setjið síðan pítsusósu og annað hráefni þar ofan á. Dreifið rifnum osti yfir í lokin.
Bakið í 15-20 mínútur. Látið mesta hitann aðeins rjúka úr áður en pítsubollarnir eru bornir fram. Skreytið með ferskri basilíku. Pítsubollarnir eru líka ljúffengir þótt þeir hafi alveg kólnað.

SuÃÅkkula√∞ibollakoÃàkurMLJ_6416_ copy

Súkkulaðibollakökur

Hér er uppskrift að súkkulaðibollukökum sem standa algjörlega undir nafni. Mjúkar og ljúffengar sem súkkulaðiunnendur elska.

12 stk.

120 g smjör, mjúktSYkurpúdar og rís5_1909_ copy
120 g púðursykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
150 g hveiti
3 msk. kakóduft
1 tsk lyftiduft
salt á hnífsoddi
½ dl mjólk
100 g suðusúkkulaði, saxað

Hitið ofninn í 180 gráður.
Hrærið vel saman smjör og púðursykur. Bætið síðan eggjum saman við, einu í einu, og þá vanilludropum. Sigtið síðan þurrefnin saman við blönduna og bætið við mjólkinni. Bætið söxuðu súkkulaðinu saman við og skiptið í bollakökuform. Fyllið formin að 2/3. Bakið í 25 mínútur.
Súkkulaðibollakökurnar má auðvitað smyrja hvaða því kremi sem ykkur dettur í hug og skreyta að vild.

Góða skemmtun!