4

Þessi ljómandi fíni smoothie er bráðnauðsynlegur eftir ljúfa óveðursviku. Það er nefnilega eitthvað við þetta veður sem límir mann við sófasettið með aðra höndina í snakkpokanum og súkkulaðislefuna í munnvikinu.

Svo ekki sé minnst á rauðvínið. Það er auðvitað fullkomlega réttlætanlegt að fá sér eins og eitt glas af því meðfram átinu. Og þó þau væru tvö! En helginni er lokið. Út með rauðvínið. Inn með detoxið!

1

  • Í þennan hreinsunardrykk fer eftirfarandi:
  • 1 epli
  • 1/2 gúrka
  • 2 stilkar sellerí
  • safi úr einni sítrónu
  • nokkur frosin hindber
  • góður bútur af engifer
  • 1 rauðrófa
  • 1/2 bolli vatn

Fljótlegt, nærandi og hreinsandi! Ég mæli eindregið með þessum.