Screen Shot 2013-09-27 at 19.17.54

Það er alltaf gaman að baka og nú er sá tími sem við prófum múffur í hollari kantinum. Þessar innihalda meðal annars trönuber og graskerjafræ en hvoru tveggja er stútfullt af góðum vítamínum.

INNIHALD

 • 200 g heilhveiti
 • 4 msk hveitiklíð
 • 3 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 75 g hrásykur
 • rifinn börkur af 1 sítrónu
 • 3 egg
 • 200 ml (1 dós) ferskjuskyr
 • 4 msk olía
 • 75 g þurrkuð trönuber (eða rúsínur)
 • 3 msk graskersfræ

AÐFERÐ

Ofninn hitaður í 175°C. Heilhveiti, hveitiklíði, lyftiefnum og hrásykri blandað saman í (hrærivélar)skál.

Sítrónuberki, eggjum, skyri og olíu hrært saman við og síðan trönuberjunum og mestöllu graskersfræinu. Deigið á að vera fremur þykkt en ekki þurrt. Sett í 12 pappírsklædd múffuform, afganginum af graskersfræjunum stráð yfir og bakað í miðjum ofni (eða rétt fyrir neðan miðju) í um 22 mínútur. (Tíminn er miðaður við að notað sé múffuform úr málmi eða silíkoni; ef eingöngu eru notuð pappírsform rennur deigið meira út og það styttir bökunartímann eitthvað.)

Njótið með kaffibolla, mjólkurglasi eða hvaða drykk sem þér finnst henta!