ponnsur

Það eru fáar stundir jafn skemmtilegar og ‘bröns’ með fjölskyldu og vinum, hvort sem er í hádegi á laugardegi eða sunnudegi.

Brönsinn er einskonar sambland af morgunmat og hádegis mat og orðið er samsett úr ‘breakfast’ og ‘lunch’ samansem ‘brunch’. Eitt af því sem er algjörlega ómissandi í góðan dögurð, en svo kallast brönsinn á íslensku, eru lungamjúkar amerískar pönnukökur með sýrópi. Hér er uppskrift að þessu góðgæti, en hún er fengin að láni frá Ernu Sverrisdóttur heimilisfræðikennara sem skrifar á Gott í Matinn.

INNIHALD

3¾ dl hveitiScreen Shot 2013-09-26 at 09.33.15
3 msk hrásykur
2½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
½ tsk sjávarsalt
1 stk vel þroskaður banani, maukaður
4 dl ab mjólk
2 stk egg
½ tsk vanilludropar
50 g smjör, brætt

MEÐLÆTI

grísk jógúrt, eftir smekk
niðurskornir bananar, eftir smekk
jarðarber, eftir smekk
hlynsíróp, eftir smekk

AÐFERÐ

1. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál.

2. Pískið saman í annarri skál, eggjum, ab-mjólk, bönunum og vanilludropum. Hellið saman við þurrefnin og hrærið.

3. Setjið smjörið saman við. Hrærið.

4. Steikið á pönnu við meðalhita. Berið fram með bananasneiðum, jarðarberjum, grískri jógúrt og hlynsírópi.

Njótið!