575238_10202012062051129_20816314_n

Að búa með einu stykki kokkasnilling getur verið ljúft, ef ég má monta mig aðeins af mínum manni honum Jónasi Oddi. Hann vakti mig með seiðandi ilm úr eldhúsinu og var að útbúa late brunch handa okkur eftir tiltekt í ísskápnum.

Ótrúlegt hvað það getur leynst mikið af dýrindis gúmmelaði ínní þessu blessaða ísskáp eftir vikuna.. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni sem maðurinn galdraði fram.

Óhefbundin ofnbökuð omiletta ásamt ristuðu hunangsbeikoni og grófu góðu brauði.…MMMmmmmmmmm!

Fyrir fjóra

 • 4  Egg.
 • 8 Íslenskir konfekt tómatar
 • 75.ml.Matreiðslurjómi
 • 150.gr.Rjómaostur
 • 80.gr.Gráðostur
 • 80.gr.Rifinn ostur.
 • 75.gr.Smátt skorin ítölsk napólí kryddpylsa.
 • 200.gr.Blómkál skorið í smátt .
 • 100.gr.Spínat
 • 1.tsk.Salt.
 • 1.tsk.Svartur pipar.
 • 1.tsk.þurrkaður chilli/eldpipar.

Ég geri mér grin fyrir því að það luma ekki allir á napólípylsum og einhverjum ákveðnum tómötum. Ekki vera að stressast upp yfir því. Það má nota hvaða tómata sem eru til í ísskápnum eða þessvegna annað grænmeti, Svo er einnig hægt að skipta út ítölsku pylsunum fyrir venjulegar pylsur eða skinku.. leyfið hugmyndafluginu að fara af stað.

AÐFERÐ

Náðu þér í góða pönnu, hitaðu hana á hellunni og skelltu pylsubitunum á hana, þá færðu fituna úr pylsunum og góða bragðið sem henni fylgir. Skelltu tómötunum með á pönnuna þegar pylsurnar eru búnar að fá að steikjast aðeins.

Helltu rjómanum á pönnuna, settu rjómaostinn og gráðostinn útá pönnuna og láttu þá bráðna útí blönduna og leyfðu þessu að malla í 2-3min. Svo skelliru öllu af pönnunni í skál með blómkálinu, spínatinu, eggjunum og hrærir öllu saman kryddar með þurrkuðu chilli, salti og pipar.

Setur þetta svo allt saman í eldfast mót og stráir vel af rifnum osti yfir. Bakað í miðjum ofni í 8-10 minútur.. þar til að osturinn er orðinn aðeins stökkur og gylltur.

Ristað hunangsbeikon

Inní heitan ofninn og ristað eins lengi og þú vilt fer eftir hversu krispý þú fílar það.

16. sneiðar af beikoni lagðar á ofnrist og hunangi dropað yfir. Jónas er með hunang í svona flösku sem gerir það voða auðvelt að skella því á. Hann setti álpappír í ofnskúffu og setti svo ofnristina yfir svo að fitan af beikoninu myndi ekki dropa á botninn í ofninum.

Svo ristaru gott brauð og smellir dágóðum slatta af ofnbökuðu omilettunni yfir, kjamsar á beikoninu, drekkur góðan kaffibolla og skoðar Pjatt.is á meðan.. Verði þér og þínum að góðu..