Magnús Skúlason hestamaður og Ingólfur en þeir unnu saman í tvö ár að undirbúningi fyrir heimsmeistaramót.
Magnús Skúlason hestamaður og Ingólfur (th) en þeir unnu saman í tvö ár að undirbúningi fyrir heimsmeistaramót.

Ingólfur Snorrason, yfirþjálfari hjá Hreyfingu beitir hugarfarslegri markþjálfun í störfum sínum og segir að góður árangur náist ekki nema við séum búin að sjá fyrir okkur hvernig útkoman eigi að vera.

Ingólfur SnorrasonHann leggur jafnframt áherslu á jafnvægi í lífstílsbreytingum og að árangurinn verði til frambúðar en ekki aðeins tímabundinn eins og svo oft vill verða. Við náum okkur í form og höldum svo upp á það með því að fara aftur í sama farið.

Ingólfur er ekki aðeins að starfa með okkur ‘venjulega’ fólkinu sem þarf að koma sér í form. Hann hefur líka náð mjög góðum árangri með einstaklinga sem glíma við of háan blóðþrýsting en með réttu mataræði og æfingum hefur hann hjálpað þessu fólki að hætta á lyfjum eins og kemur fram í þessu viðtali á Vísi. Hann starfar jafnframt með afreksfólki í íþróttum og þeim sem eru að ná sér aftur eftir erfið slys eða veikindi.

Okkur er því miður svo tamt að horfa í spegilinn og trúa því að við getum ekki. Ástæðan er sú að um leið og við segjum að við getum ekki þá verður svo auðvelt að firra sig ábyrgð

En hvernig eigum við að fara að þessu? Hvað eigum við að gera til að vera viss um að ná árangri sem helst og gera lífstílsbreytingar til frambúðar?

“Við þurfum að læra að skilgreina sjálf okkur í þeirri mynd sem við viljum vera. Ekki bara skilgreina okkur í þeirri mynd og hlutverki sem við erum í dag heldur skilgreina okkur í því hlutverki sem við viljum vera. Þetta þýðir í raun að með síendurtekinni hegðun í fortíðinni höfum við mótað atferli okkar eins og það er í dag. Til þess að brjóstast út úr þeirri mynd og yfir í aðra fallegri og betri, þá verðum við að ímynda okkur og upplifa áhrifin af þeim árangri. Finna þetta og skynja af heilum hug. Við skiptum úr gamla hlutverkinu, sem er mótað af gömlum vana (eða óvana) og förum yfir í nýtt hlutverk, nýja mynd. Það er svo margt í þessari breyttu mynd sem er öðruvísi en það sem við eigum að venjast og við verðum að ímynda okkur hvernig sú tilfinning er. Ef okkur tekst að skapa skýra og sterka mynd verður mikið auðveldara að skilja við þessa gömlu. Það verður að vera aðskilnaður á milli þess gamla sem heldur okkur í þeirri mynd sem við erum í dag og þess nýja sem við viljum vera. Þetta er ákvörðun, – ekki bara óskhyggja. Ákvörðun um að bæði vera eitthvað og síðan gera það í framkvæmd.”

ALLIR GETA BREYST

Spurður að því hvort að hann telji að við getum breytt hverju sem er við okkur sjálf segist Ingólfur handviss um að svo sé.

Ragnar Jóhannson handboltakappi og Ingó þjálfari

“Svo lengi sem við erum þokkalega heilbrigð á sál og líkama er hægt að breyta næstum hverju sem er en það sem hjálpar allri breytingu er að búa til sálarfrið og ró til að takast á við sjálfan sig. Það er lykilatriði að ná fyrst að kyrra hugann vegna þess að þá á maður mikið auðveldara með að framkvæma út frá eigin sannfæringu. Við heyrum hreinlega ekki okkur sjálfum ef við verðum fyrir stöðugu áreiti,” segir hann og bætir við að stundum þurfi talsverðan styrk til að telja í sig kjarkinn sem er nauðsynlegur fyrir breytingarnar.

“Okkur er því miður svo tamt að horfa í spegilinn og trúa því að við getum ekki. Ástæðan er sú að um leið og við segjum að við getum ekki þá verður svo auðvelt að firra sig ábyrgð – ef við gefum okkur hinsvegar svigrúm til að kafa inn í okkur og gefa okkur trú á það sem við erum sjálf að gera þá verður til mikið meiri orka til þess að beina seglum í rétta átt, eða þá átt sem okkur langar að stefna í.”

Ingólfur segir líka að til að komast að markmiðinu verðum við að hafa alveg á hreinu hvert markmiðið sé.

“Við verðum að vita hvað við viljum og leggja því næst rækt við það. Að sama skapi verðum við að gefa okkur fullt frelsi til að sleppa tökum á því sem við viljum ekki. Tökum sem dæmi manneskju sem er með það fast í kollinum að hún sé ósátt við líkama sinn og holdafar. Bara það að vera sífellt að hugsa um þetta verður til þess að hún helst áfram í sama ramma hvað varðar hugsun og upplifun af sjálfri sér og þannig framkallar hún aftur og aftur sömu gömlu niðurstöðuna,” segir Ingólfur og bætir við “Þetta er hluti af aðlöðunar lögmálinu – þú ert í raun að draga að þér þína framtíðarósk inn í núið og næra með því þann eldmóð sem hjálpar þér að ná því sem þú vilt.”

Ingólfur leggur líka áherslu á að við eigum að steinhætta að refsa okkur þegar við gerum mistök, – en mistök séu ekkert annað en lærdómur á leiðinni til árangurs.

“Mistök eiga að leiða til endurmats sem er bara skemmtilegt. Það er gott að geta endurmetið stöðuna. Mistök eru ekki endapunktur. Þau eru bara smá endurmat á leiðinni. Ég sé þetta rosalega oft í íþróttum þegar mönnum mistekst. Áður en áhorfendur baula er íþróttafólkið búið að krossfesta sig. Þarna á maður að segja við sjálfan sig að þetta geri maður bara aðeins öðruvísi næst! Ekkert að gefast upp,” segir Ingólfur að lokum.