image006

Kokteilbarinn Loftið hefur á skömmum tíma náð að skapa sér nafn sem einn vinsælasti staður borgarinnar. Kokteilamenningin á Íslandi hefur sótt í sig veðrið undanfarið og spilar Loftið stóran þátt í því að íslendingar eru nú farnir að njóta þess að drekka góða kokteila.

Föstudagskokteill þessa vikuna er  töfraður fram af liðsmönnum Loftsins og heitir Grand Goji Collins en hann er skemmtilega ferskur drykkur sem samanstendur af Grand Marnier, límónum og Granata- og Gojiberjasafa.

  • 4,5 cl Grand Marnier
  • 3 cl límónusafi
  • 2 skvettur af Orange Bitter
  • 3 cl vanillusíróp
  • Granataepli-og Goji safi
  • Sódavatn
  • Lúka af krömdum ísmolum
  • Appelsínubörkur til skrauts

Öllu hrært saman, og fyllt upp með sódavatni. Skreytið með appelsínuberki og berið fram í háu vínglasi!

STÆRSTI KOKTEILSEÐILL LANDSINS

image010

Á Loftinu eru kokteilarnir sér á báti þegar kemur að úrvali en staðurinn státar af stærsta kokteilaseðli landsins. Hráefnið í kokteilana er útbúið  mest megnis af barþjónunum sjálfum og skapa þeir því drykkina frá grunni. Samkvæmt Josué Martins, yfirbarþjóni Loftsins, er undibúningur og gerð kokteils ákveðin athöfn og því er verður oft sérstök stemmning í kringum það að dreypa á góðum kokteil.

ÞEKKTUR FYRIR MAGNAÐA KONÍAKS KOKTEILA

image015

Metnaður og ástríða fyrir kokteilagerð er í fyrirrúmi hjá barþjónum Loftsins en frá og með 17. september til mánaðarmóta mun hinn heimsfrægi kokteilabarþjónn Alexander Lambert mæta til leiks og blanda kokteila af mikilli kostgæfni. Það verður því spennandi að sjá hvaða strauma í kokteilagerð hann tekur með sér en Lambert er þekktastur fyrir magnaða koníakskokteila.

image008

Rýmið sem hýsir Loftið er löngum þekkt sem saumastofa Egils Jacobsen og er staðurinn hannaðar í anda þess, m.a. með því að leyfa upprunalegu innréttingunum að njóta sín. Mystík og andi liðinnar tíðar tvinnast þar saman og ber því andrúmsloftið á Loftinu með sér einstakan þokka.

NÝR MATSEÐILL KYNNTUR Í KVÖLD

image014

Loftið hyggst ekki einungis bjóða upp á glæsilegt úrval af kokteilum heldur mun nýr haustmatseðill líta dagsins ljós í kvöld með sælkeramat og  ljúffengum snarlréttum sem henta vel með kokteilunum. Staðurinn opnar kl 14 á daginn og  býður þá upp á kaffidrykki, kokteila og ómótstæðilegan sælkeramat í formi klassískra partýrétta og ljúffenga ábætisrétti til kl. 22.

Einnig er hægt að kaupa flösku af sterku áfengi ásamt mismunandi söfum og ávöxtum til skrauts. Þannig geta gestir Loftsins sjálfir spreytt sig í kokteilagerð og aldrei að vita nema nýr kokteill verði til?!

Loftið er til húsa í Austurstræti 9. 25 ára aldurstakmark er í gildi og er snyrtilegur klæðnaður æskilegur.