gullur

Guðrún Kristjánsdóttir blaðakona og núverandi gúrmei búðarkona í Systrasamlaginu á Seltjarnarnesi er sólgin í nýuppteknar lífrænar gulrætur.

Hún segist vera búin að borða heil ósköp af þeim ferskum eftir uppskeruna en gefur okkur hér uppskrift af ofnbökuðum gulrótum að hætti Jamie Oliver.

“Þessi uppskrift er sú allra besta og vel að merkja; það er ekkert í hana spunnið nema með lífrænum sætum gulrótum. Annað er bara húmbúkk,” segir Guðrún en hér er uppskriftin góða…

  • 750 gr heilar gulrætur
  • Ólífuolía
  • Rauðvínsedik
  • Svartur nýmalaður pipar
  • Gott salt
  • Nokkrar greinar ferskt timjan eða blóðberg
  • 3 hvítlauksrif

“Aðamálið er að “tossa” gulæturnar vel upp úr olífuolíu, hella yfir vænum skammti af rauðvínsediki, salta og pipra, raða yfir þunnt skornum hvítlauk (lífrænum) og timjani yfir, pakka inn í álpappírsumlsag og láta þær í friði í ofninum í 30 til 40 mínútur. Opna svo umslagið og leyfa þeim að kokkast í 10 mín í viðbót. Þær eiga að koma út út þessu ferli með fallega karamelluhúð og bragðast eins og sælgæti!”.

Hljómar hreint undursamlega – Hvað með að prófa þessa dýrð í kvöld og fylla kroppin af beta karótíni (sem gefur fallegan húðlit) og C-vítamíni.