rosemary-gin-fizz-2-550x821

Það tekur ekki nema augnablik að gera þennan einfalda en æðislega kokteil.

INNIHALD

  • 3 stilkar af fersku rósmarín
  • Nýkreistur safi úr lítilli sítrónu
  • 1/2 tsk. hunang
  • 1/2 dl. Gordon’s gin
  • 1 dl. sódavatn

AÐFERÐ

Merjið saman rósmarín stilkana, sítrónusafann og hunangið í litlu glasi.

Bætið síðan handfylli af klökum við, hellið Gordon’s gini í og fyllið síðan glasið af sódavatni.

Hrærið létt með lítilli skeið.

Einfaldara verður það ekki. Fullkominn drykkur til að slaka á með eftir vikuna.

Skál!