sollusulta

Hún Solla Eiríks vinkona okkar er algjör snillingur þegar kemur að því að finna hollari útgáfu af hefðbundnum mat.

Hér gefur hún okkur uppskrift að dásamlega ljúffengri jarðarberja og rabarbarasultu sem er auðvelt að útbúa. Þetta er meira að segja svokallað ‘hráfæði’ því ekkert í þessari sultu er soðið.

  • 3 bollar fersk jarðaber
  • 1 1/2 bolli rabbarbari
  • 4 msk sæta að eigin vali (döðlur eða kókospálmasykur eða hunang eða hvað sem þér finnst best…)
  • 4 msk chiafræ

Setjið allt í blandara og blandið vel saman, hellið á krukkur og setjið inn í ísskáp.

Chiafræin þykkja sultuna í ísskápnum. Þessa uppskrift má líka nota fyrir hvaða ávexti sem er, bara uppáhalds. Geymist í kæli. Getur líka gert bláberjasultu en nú styttist í að þau verði tilbúin í hlíðum og brekkum okkar fagra lands.

Njótið með góðu kexi, osti, brauði að morgni eða um miðjan dag. Namm namm…