579795b3d15e2e49b6b16ab0759d869c

 

Þessa vikuna er föstudagskokteillinn sérlega fab!

Kokteillinn er samblanda af Ketel One vodka, kampavíni og Grand Marnier – pjattaðri blöndu væri erfitt að finna.

  • 1/2 dl Ketel One vodki
  • 1 msk. Grand Marnier
  • 1 msk. trönuberjasafi
  • 1 msk. lime safi
  • Muldur klaki
  • Rúmlega 1/2 dl af kampavíni (í sætari kantinum)

Blandið saman Ketel One vodka, Grand Marnier, trönuberjasafa og lime safa í kokteilhristara sem er síðan fylltur upp með muldum klaka. Hristið og kælið síðan.

Þegar bera skal drykkinn fram  er kampavíninu bætt við.

Skreytt með hindberi eða kirsuberi í botninum.

Frábær föstudagskokteill og fullkominn drykkur til byrja fjöruga helgi