kokteill

Föstudagskokteillinn að þessu sinni er hressandi í meira lagi enda inniheldur hann bæði Redbull og rabarbara!

Þetta kemur sér vel því í rigningarsumrinu mikla hefur rabarbarinn sprottið sem aldrei fyrr. Margar höfum við líka sett niður myntu í garðinn eða í potta á svölunum og um að gera að nýta hana, meðal annars í ljúfan kokteil.

Hér kemur einn sem rekur ættir sínar í fallegt eldhús í vesturbænum en hann kom úr kollinum á vinkonu Pjattsins sem er margt til lista lagt. Meðal annars að gera kokteila. Þetta átti hún allt til í ísskápnum en svo klippti hún ofan í kokteilinn rabarbara og notaði stöngulinn sem hræru…

  • 3cl Smirnoff
  • (Hálf dós) Red Bull
  • (Dass af) Kristall mexican lime

Allt saman í glas með klaka og myntu.

Hræra og njóta!