ysl2013

Sumarlínan frá Yves Saint Laurent kom út fyrir stuttu og veldur engum vonbrigðum. Vörurnar frá YSL eru vandaðar og mikið er lagt upp úr hverri einustu vöru, hvort sem það er innihaldið eða umbúðirnar.

Innblásturinn af sumarlínu YSL 2013 kemur frá sólsetri í Sahara eyðimörkinni.

Þar renna saman litir úr glitrandi gylltum tónum, í fjólublátt og bleiklitað þar til smá saman dökknar yfir, uns myrkrið breiðir úr sér og stjörnum þakin nóttin tekur við.

YSL-Saharienne-Heat-Makeup-Collection-for-Summer-2013-eyes

Línan samanstendur af

  • sólarpúðrum
  • augnskuggapallettu með gullfallegum litum
  • bleik og kórallituðum glossum
  • brúntónuðum varalitum
  • dökkfjólubláum augnblýanti
  • naglalökkum í sægrænum og dökkbrúnum lit

Það sést vel hvaðan áhrifin koma því litarófið í línunni minnir óneitanlega á töfrandi ljósaskipti á suðrænum slóðum.

Screen Shot 2013-07-22 at 15.58.14 elle-ysl-bronzer-de YSL-La-Laque-Couture-summer-2013-makeup-collection

 

Sumarlína YSL 2013 er hin glæsilegasta, seiðandi og draumkennd í eyðimerkursólsetri.