035d90cf8fb34b6b238cc3476cedfb1f

Sístækkandi fer hópur þeirra sem teljast Íslandsvinir og nú síðast bætist í hópinn Gabriel Macht sem leikur í hinum geisivinsælu þáttum Suits.

Augnakonfekt
Augnakonfekt

Macht fer með aðalhlutverk lögfræðihákarlsins ómótstæðilega Harvey Spector. Það er ekki af ástæðulausu sem íslenskar stúlkur fagna komu leikarans hingað til lands en hann þykir einn sá allra myndarlegasti í Hollywood.

Með fluginu frá New York í morgunn kom ekki aðeins Gabriel Macht heldur var Ryan Gosling einnig með í för en hann hefur dvalið hér á Íslandi í sumar með hléum.

Þrátt fyrir að sumrinu hafi ekki fylgt mikil veðurblíða hefur ekki verið þverfóta fyrir stórstjörnum sem sækja Ísland heim, bæði til að vinna og njóta.

Ísland er staðurinn til að vera á, allavega ef þú ert Hollywoodstjarna!