Ricotta_Spinach_Fritters_Recipe_Aggies_Kitchen-3

Grænmetisklattar eru fljótlegir í undirbúningi, stökkir og bragðgóðir. Fullkomið meðlæti á sumarkvöldi.

INNIHALD

  • 5 dl ricotta ostur (fæst í Nóatúni)
  • 3 egg, léttþeytt
  • 2 dl rifinn Parmesan ostur
  • 2 og 1/2 dl Panko brauðmylsna
  • 5 dl ferskt spínat, sneitt smátt
  • Klípa af salt og pipar
  • 6-8 msk. af ólífuolíu til að steikja (má vera meira eða minna, eftir smekk)

AÐFERÐ

Blandið saman ricotta ostinum, eggjunum, Parmesan osti, Panko brauðmylsnu, salti og pipar í stórri skál. Hrærið létt þangað til að allt hefur blandast saman. Blandið síðan spínatinu inn í deigið.

Hellið 1-2 msk. af ólifuolíu yfir stóra pönnu á miðlungshita og látið olíuna renna vel og þekja flötinn. Takið rúmlega eina matskeið fulla af Parmesan og spínat deiginu og leggjið á pönnuna. Þrýstið létt á deigkúluna með spaða svo úr verði flatur klatti, þá er auðveldara að steikja hann jafnt. Endurtakið þetta uns deigið klárast. Úr uppskriftinni ættu á fást 5-6 klattar. Steikið í 2 mínútur á hvorri hlið, eða þangað til að yfirborð klattans verður léttsteikt og gullinbrúnt.

Hægt er að bera klattana fram heita eða kalda úr kælinum sem snarl.

HEILRÆÐI

Til að vera viss um að klattarnir henti bragðlaukunum er best að prufa steikja einn klatta fyrst og smakka svo. Alltaf er hægt að bæta við meira salti og pipar uns rétta bragðið fæst.

Skemmtilegt og öðruvísi meðlæti með allskonar mat, eða jafnvel sem léttur forréttur með kaldri hvítlaukssósu.