www.pjatt.isÉg heyri mun meira af því þessa dagana að margir séu farnir að taka glúten út úr sínu mataræði.

Sumir eru með óþol eða ofnæmi, öðrum langar til að taka það út úr af öðrum ástæðum.

Þessi kaka er guðdómleg. Öllum finnst hún algjör unaður hvort sem hún er borin á borð í eitthvað fullorðins eða ekki. Svo heppilega vill til að hún er líka glúteinlaus svo allir geta notið hennar.

HRÁEFNI

 • 1/2 bolli brætt smjör eða kókos olía
 • 1/2 bolli hunang
 • 4 egg
 • 1/2 bolli möndlumjöl
 • 3 matskeiðar kókos hveiti
 • 1 tsk kanill
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk salt (ég nota maldon salt)
 • 1/2 bolli saxaðar pekan eða valhnetur
 • 2 bollar epli flysjuð og skorin í litla bita (um 2 epliSet þau oft aðeins inn í ofn áður en ég hræri þeim við blönduna
 • Pekan hnetur til að skreyta kökuna, má sleppa

AÐFERÐ

 1. www.pjatt.isHitið ofninn í 180°C
 2. Hrærið öllum blautu innhalds efnunum vel saman
 3. Bætið við mjöli, matarsóda og salt, hrærið þar til kekkjalaust.
 4. Hrærið í hnetum og eplum saman við með sleif.
 5. Best að baka í smelluformi eða eldföstu móti.
 6. Bakið í 40-50 mínútur, þar til kakan er orðin sólbrún. Ef kakan dökknar of snemma að ofan, lækkið hitan niður í 16o°c.

Leyfið kökunni að kólna örlítið áður en hún er skorin.

KÓKOS-KARMELLUSÓSA

 • 1/2 bolli kókosolía
 • 1/2 bolli hunang
 • 1 bolli kókosmjólk

Setjið allt í pott og hitið að suðu við vægan hita. Berið fram með karmellusósunni og þeyttum rjóma.

 Njótið vel og heil-lengi