gúrka1

Föstudagskokteillinn er að þessu sinni gúrkukokteill með Ketel One sítrónuvodka og engiferbjór. Frískur og svalandi kokteill sem er smart að skreyta með mintulaufum.

vodka_ket2

  • 1/2 dl Ketel One Citroen vodka
  • 4 gúrku sneiðar
  • 1 msk. lime safi
  • Skvetta af engiferbjór

Mintulauf til skrauts. Ketel One vodki er einn sá mest seldi á flottari börum í Bandaríkjunum og þykir afar trendý. Hann er nýlega komin í sölu hér á landi, ferðavönum pjattrófum til mikillar gleði.

Þessi ljúffengi sítrónukokteill hentar fullkomnlega fyrir pjattrófur sem vilja gera vel við sig og njóta helgarinnar.