limonchellogin

Þegar kemur að því að gera hinn fullkomna sumarkokteil (við erum enn að reikna með sólinni)  þá gilda sex einfaldar reglur.

1.

Drykkurinn má ekki vera of sætur.

2.

Hann verður að vera frískandi.

3.

Þú átt ekki að bjóða upp á drykkinn í stuttu glasi. Sorrý Martini… nú langar okkur í ‘long drink’ – það er bara sumar í nokkra mánuði.

4.

Hann má ekki vera allt of sterkur. Ef maður drekkur of mikið í hita þá getur það haft hættulegar afleiðingar í för með sér svo við ætlum að halda okkur á hóflegu hliðinni.

5.

Það verður að vera fullt af klaka en hann má ekki vera frosinn í gegn.

6.

Ekki finna eitthvað skrítið og flókið til að gera drykkinn með. Við viljum síður eyða tímanum í eitthvað rosalegt bras. Sumarið er tíminn til að leika sér.

Að þessu sögðu vindum við okkur í föstudagskokteilinn sem er einn sá girnilegasti og ferskasti sem við höfum smakkað. Limoncello er ítalskur líkjör sem blandast frábærlega með hinum ýmsu kokteilnum en hér ætlum við að blanda hann við Tanqueray Gin sem er alveg með því besta.

Limoncello Gin

Einfaldur Limoncello
Einfaldur Tanqueray gin
4 hlutar sódavatn
Fullt af klaka
Sítrónusneið til skrauts

Byrjaðu á að fylla glasið með Limoncello og Tanqueray. Toppaðu með sódavatni og hrærðu í með pinna. Skreyttu með sítrónusneið og njóttu í botn!