www.pjatt.is

Þessar dásamlegu kökur er ótrúlega auðvelt að gera. Hvort sem þú forðast glúten eða ekki, þá slá þær í gegn.

Mér finnst líka algjört æði að grípa í þegar mig langar í eitthvað fallegt og gott.

INNIHALDwww.pjatt.is

 • 1/4 bolli kókos hveiti
 • 1/2 bolli olía
 • 2 msk hrásykur
 • 1 þroskaður banani
 • 2 egg
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk vanilla
 • klípa salt
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1 bolli kókos

AÐFERÐ

 1. Hitið ofninn í 180 ° C.
 2. Blandið öllum þurrefnunum (nema kókos), olíu, banana og hrásykri vel saman, best að nota matvinnsluvél.
 3. Bætið eggjum og vanillu saman við, hrærið öllu vel saman.
 4. Blandið kókos varlega saman við með sleif.
 5. Setjið á pappírs-klædda plötu með matskeið, mótið hverja köku.
 6. Bakið um 10 mínútur eða þar til þær hafa tekið á sig fallegan gylltan lit, en samt mjúkar.

Til að setja þessa gullmola í sparibúning set ég ca. 50-100 gr. 70% súkkulaði í deigið sem ég saxa frekar smátt.

Þeirra nærvera toppa alla gleði. Njótið alla leið!