kirsuberjagin

Hér er elegant og sumarleg útgáfa af klassískum gin og tónik. Krefst örlítils undirbúnings þegar þú bræðir saman í potti, kirsuberjasafa, sykur og lime til að gera ljúffengt sýróp… en það gerir drykkinn bara meira spennandi.

INNIHALD

  • 1/4 bolli gin ásamt 2 msk. af sætum kirsuberjasafa
  • 2 msk. af ferskum lime safa
  • 1/2 bolli af hrásykri
  • 2 bollar af Tanqueray gin
  • 1/4 bolli ferskur lime safi
  • Tónik
  • Lime sneiðar

AÐFERÐ

Bræðið saman í potti á lágum hita lime safa, sykur og kirsuberjasafa þar til sykurinn leysist upp í sýróp. Takið af hitanum og látið kólna alveg niður.

Hristið svo saman í kokteilhristara, sýrópið, gin og lime safa. Þegar allt er orðið vel blandað saman skaltu fylla hátt glas með klaka, setja ginblönduna í ca 4 glös og toppa svo með tónik, skreyta að lokum með lime sneiðum.

Njótið í góðum félagsskap meðan hlustað á góða tónlist.