biotherm

Í blue therapy línunni frá Biotherm er einstaklega gott Serum krem. Kremið er létt og silkimjúkt viðkomu með fáránlega góðri lykt sem er fersk og minnir á hreint vatn og sumarangan.

Biotherm2

En hvað er Serum og til hvers þurfum við að nota serum?

Serum er fljótandi krem sem hefur margfaldna virkni í að endurbyggja húðina og veita henni hinn unglega eftirsótta ljóma og minnka hrukkumyndun. Best er að nota kremið á hreina og þurra húð en það sýnir sýnilegan árangur á aðeins fjórum vikum frá því að þú byrjar að nota það.

Það vinnur gegn hrukkumyndum og sléttir úr slappri húð þannig að húðin þín verður frísklegri og stinnari á augabragði.

Það vinnur einnig í því að losa húðina þína við dökka bletti sem oft myndast útaf sólinni og gera húðina okkar eldri.

Því eldri sem við verðum því nauðsynlegra er að passa vel upp á húðina okkar. Best er því að nota serum á undan okkar venjulega dagkremi áður en dagfarðinn fer á.

Kremið sér svo um restina, það sér um að húðin sé stinn, falleg og ungleg svo ég tali ekki um mýktina en kremið gerir húðina einstaklega mjúka svo þér líður hreinlega eins og ungabarni eftir aðeins nokkra daga notkun.

Dásamleg lína frá Biotherm sem hægt er að mæla með!