Kimye

Kim Kardashian og Kanye West hafa gefið barni sínu nafnið North West eða Norð-Vestur.

Frést hafði að barnið, sem er stúlka, myndi fá nafnið Kaidence Donda, en nú hafa foreldrarnir sagt frá því að barnið eigi að heita  þessu sérkennilega áttanafni.

Það er slúðursíðan TMZ sem birti afrit af fæðingavottorði barnsins og þar kemur þetta fram en að sögn UsMagazine verður sú litla kölluð Nori af foreldrum sínum.

kanye-kim-hands--z

Bæði Kim og litlu heilsast vel þó svo að barnið hafi fæðst fimm vikum fyrir tímann en hún átti fyrst að koma þann 12. júlí sem er fæðingardagur mömmu hans Kanye.

Svo er bara spurning hvað barnið taki sér fyrir hendur þegar hún vex úr grasi? Verður hún ofurskáti eða hannar hún útivistarfatnað og fer í samkeppni við North Face? Nafnið er að minnsta kosti eftirtektarvert og spes.