TOP

UPPSKRIFT: Holl og auðveld heimagerð pítubrauð

www.pjatt.isAð borða pítu er eitthvað svo sjarmerandi og gleði ríkir í mínu koti þegar ég ber ný-bökuð pítubrauð á borð. Ótrúlega auðveld leið til þess að koma hollri og góðri næringu í krílin okkar.

Þessa uppskrift er virkilega auðvelt að gera og tekur agnarlitla stund.

HRÁEFNIwww.pjatt.is

 • 3 1/2 dl grófmalað spelt
 • 3 dl fínmalað spelt
 • 3 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 3 dl volgt vatn

AÐFERÐ

 1. Öllu hnoðað saman með hnoðara, ég bæti örlitlu fínmöluðu spelti ef deigið er klístrað.
 2. Skiptið deiginu í 8 jafna hluta og fletjið út á milli handanna eða á borði, ca.1 cm á þykkt. Notið fínmalað spelt eftir þörfum.
 3. Sett á pappírsklædda bökunarplötu.
 4. Bakað í miðjum ofni á 200°c í 7-10 mín.

Á mína pítu set ég grænmeti í öllum regnbogans litum, epli og soðin egg. Eða það sem huganum girnist hverju sinni.

SÓSA

www.pjatt.isHunangs-Sinnepssósa

 • 250g grísk jógúrt
 • 1/2 matskeið Gróft sinnep frá Sollu
 • 1 matskeið hunang 
 • 1/2 tsk salt

Öllu blandað saman og smakkað til.

Berið fram með öllu því sem þér þykir best. Njótið alls og nærið gleðina alla leið!

Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.