www.pjatt.isAð borða pítu er eitthvað svo sjarmerandi og gleði ríkir í mínu koti þegar ég ber ný-bökuð pítubrauð á borð. Ótrúlega auðveld leið til þess að koma hollri og góðri næringu í krílin okkar.

Þessa uppskrift er virkilega auðvelt að gera og tekur agnarlitla stund.

HRÁEFNIwww.pjatt.is

 • 3 1/2 dl grófmalað spelt
 • 3 dl fínmalað spelt
 • 3 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 3 dl volgt vatn

AÐFERÐ

 1. Öllu hnoðað saman með hnoðara, ég bæti örlitlu fínmöluðu spelti ef deigið er klístrað.
 2. Skiptið deiginu í 8 jafna hluta og fletjið út á milli handanna eða á borði, ca.1 cm á þykkt. Notið fínmalað spelt eftir þörfum.
 3. Sett á pappírsklædda bökunarplötu.
 4. Bakað í miðjum ofni á 200°c í 7-10 mín.

Á mína pítu set ég grænmeti í öllum regnbogans litum, epli og soðin egg. Eða það sem huganum girnist hverju sinni.

SÓSA

www.pjatt.isHunangs-Sinnepssósa

 • 250g grísk jógúrt
 • 1/2 matskeið Gróft sinnep frá Sollu
 • 1 matskeið hunang 
 • 1/2 tsk salt

Öllu blandað saman og smakkað til.

Berið fram með öllu því sem þér þykir best. Njótið alls og nærið gleðina alla leið!