image

Hver ætli ástæðan sé fyrir því að flestar konur elska skó og finnst fátt skemmtilegra en að gera sér góðan dag og versla sér nýtt skópar?

Ég er allavega einn af þeim kvennmönnum sem að fær aldrei nóg af skóm og vill helst eiga að lágmarki 30 skópör og hef ég nú bara heyrt að það sé nokkuð algengt í dag.

En hvað ef við fáum leið á þeim, rispum þá eða okkur langar í eitthvað algjörlega nýtt? Á þá bara að henda þeim og kaupa nýtt par? Alls ekki… Það er nefnilega svo margt hægt að gera til að laga þá og breyta þeim! Hvort sem við notum glimmer, perlur, pallíettur, borða, steina, blúndu eða liti það er yfirleitt alltaf hægt að flikka upp á gamla skóparið. Endilega skoðið myndaalbúmið hér fyrir neðan og þið fáið fullt af góðum hugmyndum.

Ég veit allavega hvað ég er að fara að dunda mér við í sumar..