article-2341971-1A53691F000005DC-306_634x837

Lady Gaga var harðlega gagnrýnd fyrir það að bæta á sig nokkrum kílóum á síðasta ári en hún tók því með stakri ró og sagðist fagna mjúku línunum sínum.

article-2341971-1A536810000005DC-506_634x870

Eitthvað virðast þó gagnrýnisraddirnar hafa náð til Gaga því hún hefur misst fimmtán kíló á stuttum tíma og hefur klæðst þröngum og kynþokkafullum fatnaði í tilefni þyngdartapsins. Kannski klæðir hún sig líka svona sexý til þess að sýna kærastanum hverju hann er að missa af en hann og Cameron Diaz eru víst orðin ansi náin og Lady Gaga er skiljanlega alls ekki sátt við vinskapinn!

article-2341971-1A53693A000005DC-146_306x809

Lady Gaga er að hvíla sig eftir mjaðmaaðgerð og virðist vera farin að klæða sig “venjulega” á hennar mælikvarða enda ekki að leita að athygli á meðan hún jafnar sig eftir aðgerðina og vill hugsanlega bara hverfa inn í fjöldann.

article-2341971-1A536831000005DC-477_306x809

Það er samt óhætt að segja að Gaga lítur vel út núna. Hún er ekki hættulega horuð og virðist vera ánægð með lífið þó svo að hún geti ekki komið fram þessa dagana en hún hefur verið dugleg að semja tónlist á meðan hún jafnar sig og kemur eflaust tvíefld til baka í september þegar hún má koma fram aftur.

article-2341971-1A53690E000005DC-31_634x824

Svo er bara spurning hvað verður úr einkalífinu, hvort Cameron nái að stinga undan stórstjörnunni eða…?