camparimo

Mojito er fyrir löngu búin að sigra vinsældarkeppnina yfir uppáhalds kokteil íslendinga og í raun kom hann af stað hálfgerðri kokteilabylgju á landinu.

Hér er spennandi og ótrúlega brakandi fersk útgáfa af þessum vinsæla drykk en nú notum við Campari í staðinn fyrir romm. Fyrir vikið verður drykkurinn sérlega ferskur og mjög fallegur á að líta, æðislega svalandi sumardrykkur fyrir stelpur sem vita hvað þær vilja og eru til í að prófa eitthvað nýtt. Biddu um þennan á barnum í kvöld.

  • Einfaldur Campari
  • Lime og mynta
  • 2 msk brúnn sykur
  • “Dash” af sódavatni

Aðferð:

Settu saman lime og sykur í mortel eða botninn á glasinu og merðu saman. Bættu við myntu og merðu lítillega. Bættu útí muldum ís, síðan Campari og hræra létt saman. Skreyttu með myntu.

Fallegt! Skál!