Alexander Skarsgard (36): Ætlar að vera í viku á Íslandi í sumar!!!
True Blood leikarinn og súper hönkið Alexander Skarsgard fer bráðum í upptökufrí og það ætlar hann meðal annars að nýta til að vera hér á Íslandi!
Hinn guðum líki Alexander er sænskur og kannast því örugglega eitthvað við Ísland en hann stefnir að því að ganga í viku hér á landi og hlaða batteríin langt frá ys og þys glysborgarinnar. Hann ætlar ekki að taka símann sinn, enginn iPad og ekkert sem truflar hann, hann langar að komast í frí þar sem utanaðkomandi áreiti truflar hann ekki en kappinn er afar spenntur fyrir þessari ferð og segist hlakka mikið til!
Ísland er svo sannarlega komið á kortið út í heimi en margar kvikmyndir hafa verið teknar upp hér á landi ásamt því að Game of Thrones þættirnir hafa einnig verið teknir upp hérna og slíkt er frábær landkynning fyrir land og þjóð.