may-10_simple-guacamole_b_330x330Gott guacamole er algjörlega ómissandi með nánast öllum mexíkóskum mat.

Við skorum á þig að kaupa það aldrei í krukku heldur búa til sjálf heima. Það tekur enga stund og er svo unaðslega gott.

Svo eru lárperurnar, eða avocado… svokölluð ofurfæða, full af vítamínum og fínerií fyrir líkamann þinn.

Hér er einföld uppskrift sem steinliggur. Þú getur ekki gert þetta betur.

INNIHALD

  • ½ rauðlaukur mjög fínt saxaður
  • 1-2 serrano, eða annað ferkst chilli, fræhreinsað og saxað
  • 1 msk salt (eða eftir smekk)
  • 3 vel þroskuð avocado
  • Safi úr 1-2 lime
  • Lítil hnefafylli af söxuðu kóríander
  • Svartur pipar

AÐFERÐ

Settu einn fjórða af lauk og hálft chili og salt í mortel og maukaðu gróft.

Fláðu lárperurnar, taktu úr steina og mokaðu ávextinum í mortelið eða í stóra skál ef mortelið er lítið.

Stappaðu gróft og settu helming lime safans í jafnt og þétt. Þegar þú ert komin með gróft guacamole skaltu setja í restina af lime, rauðlauk, chili og kóríander. Kryddaðu með fullt af pipar og bættu í meira salti ef þér finnst það vanta. Einnig skaltu setja í meira lime eða kóríander ef þér finnst bragðið ekki gersamlega himneskt.

Berðu guacamole fram með tortillaflögum, burrito, nachos eða öðru góðgæti.

Heilræði

Til að vera viss um að lárperurnar, eða avocado ávextirnir þroskist vel skaltu hafa þá á heitum stað eða í brúnum bréfpoka með banana. Ensýmin í banananum munu sjá til þess að lárperan þroskast bara af sjálfu sér.

Sumum finnst mjög gott að bæta tómat og hvítlauk út í guacamole, þá seturðu í 1 lítið hvítlauksrif á fyrsta stiginu og blandar með chilli og lauk. Því næst vel þroskaðan kjarnalausan tómat sem búið er að saxa smátt.