bowieÞessi uppskrift er fyrir alla sem elska David Bowie. Dásamlegar brúnkur sem slá í gegn í hvaða partýi sem er, þó enn betur ef Bowie hljómar undir.

INNIHALD Í BROWNIES

 • 165 gr ósaltað smjör og aðeins til að smyrja formið
 • 260 gr Green & Blacks 70% dökkt súkkulaði (2 x 100g til að bræða og and 2 x 30 gr brotin í mola)
 • 3 egg
 • 2 eggjarauður
 • 2 tsk vanillu extrakt
 • 165 gr  strásykur
 • 2 msk hveiti
 • 1 msk kakóduft
 • Smá salt

INNIHALD Í ÞRUMUR

 • 1 pakki rauður sykurmassi (fæst hjá Mömmur.is)
 • 1 pakki blár sykurmassi
 • Ætt glimmer kökuskraut og ætt matarlím

AÐFERÐ

Hitaðu ofninn í 180°C

Settu bökunarpappír í 20 sm ferkantað form og láttu pappírinn standa aðeins út fyrir. Þá er auðveldara að ná kökunum úr forminu þegar þær eru tilbúnar.

Bræddu smjörið í potti, taktu svo af hitanum og láttu 200 gr af súkkulaðinu út í smjörið. Láttu það bráðna og mýkjast upp áður en þú hrærir og blandar því við smjörið.

Pískaðu saman egg, eggjarauður og vanillu í stórri skál þar til allt er orðið létt og “flöffí”. Bættu svo sykrinum út í en láttu hann renna niður hliðarnar á skálinni í stað þess að setja beint í miðjuna. Með þessu móti fer ekki loftið úr eggjablöndunni.

Bættu sykrinum með þessum hætti í skálina í tveimur skömmtum og blandaðu varlega en settu svo súkkulaðið (líka með hliðunum) og blandaðu áfram.

Náðu núna í trésleif eða sleikju og bættu við hveiti, kakódufti og salti.

Þegar þurrefnin eru komin út í skaltu brjóta restina af súkkulaðinu í mola og dreifa út í deigið.

Nú seturðu deigið í eldfasta mótið og bakar í 25-30 mínútur. Byrjaðu að kíkja á þær eftir 25 mín en brúnkurnar verða að vera svolítið mjúkar enn í miðjunni áður en þú tekur þær úr ofninum. Ef miðjan er hinsvegar alveg lin ennþá skaltu bæta 3 mínútum við tímann áður en þú tékkar aftur. Það á bara að vera svolítið deig sem festist við prjóninn sem þú notar til að tékka með.

 

AÐALATRIÐIÐ er svo að láta kökurnar kólna alveg í forminu áður en þú skerð þær í ferninga.

Hér kemur Ziggy Stardust!

 

Þrumurnar er best að skera út í bökunarpappír, eða klippa, og nota sem form. Flettu út rauða sykurmassann og skerðu út með mjög beittum hníf, t.d. dúkahníf. Skerðu út jafn margar þrumur og þú ætlar að setja á kökusneiðarnar. Um leið og þú ert búin að skera út skaltu hylja þrumurnar þínar með plastfilmu því annars þorna þær og verða strax frekar óspennandi.

 

Flettu nú út bláan sykurmassa með kökukeflinu og skerðu út mjóar ræmur sem koma á aðra hliðina á þrumunni. Þetta er auðvitað smá föndur en gerir þrumurnar auðvitað mikið flottari og Bowie legri. Ég er viss um að Bowie gerir þetta alltaf svona sjálfur!

Þegar þú ert komin með ræmurnar skaltu bleyta þær aðeins upp í matarlími eða vatni og líma á hliðarnar á þrumunum. Bara aðra hliðina eins og þú sérð á myndinni.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=sz0XIiIlATE[/youtube]

Að lokum er að bera matarlímið á hverja þrumu og dreifa svo gimmeri yfir. Þú getur valið hvaða lit sem þér hentar. Bowie er örugglega alveg sama… hann vill bara að þú sért skapandi.

Settu svo bara þrumuna á hverja köku og njóttu algerlega í botn, helst með vinkonunum sem lokuðu sig inni í unglingaherberginu með þér og spiluðu Bowie í botni!