jun-11_potato-asparagus-salad_b_330x330Sumarlegt, ferskt og gott kartöflusalat sem er gott með grillmatnum og þá sér í lagi með grilluðu fiskmeti en líka gott með kjöti.

Þetta salat tekur um hálftíma að útbúa. Ótrúlega gott og æðislegt að borða úti í garði eða í bústaðnum og algjörlega nauðsynlegt að útbúa þegar fyrsta kartöfluuppskera sumarsins lætur sjá sig.

INNIHALD:

  • 750 gr kartöflur, best að nota smælki
  • Smá ólífuolía
  • 2 knippi af ferskum aspas
  • 2-3 msk fersk mynta, söxuð
  • 4 vorlaukar, skornir þunnt
  • 1/2 lítill rauðlaukur, sneiddur þunnt
  • 100g mulinn Fetaostur
  • 12 myntulauf

DRESSING:

3 msk góð, mild ólífuolía
1tsk Dijon sinnep
Fínt rifinn börkur og safi úr einni sítrónu

Hitaðu ofninn í 200, skerðu kartöflurnar til helminga og settu í eldfast mót. Settu yfir ólífuolíu og blandaðu vel. Bakaðu kartöflurnar í 30 mínútur og hrærðu í af og til.

Berðu smá ólífuolíu á aspasinn og settu svo aspasinn í eldfasta mótið með kartöflunum. Bakaðu í 15 mínútur til viðbótar eða þar til bæði er orðið mjúkt að innan en örlítið stökkt að utan. Bara örlítið.

Settu heitar kartöflurnar í stóra skál með myntunni, vorlauk, rauðum lauk og feta og kryddaðu með salti og pipar.

Settu það sem á að fara í dressinguna í glerkrukku með loki og hristu vel saman. Helltu yfir salatið og blandaðu varlega.

Leyfðu þessu að standa í smá stund eða þar til kartöflurnar hafa dregið í sig það mesta úr dressingunni.

Berðu svo fram volgt eða við stofuhita og njóttu í botn með góðum vinum á góðri stund!