Coconut-Flour-Waffles-Paleo-6-1600x1200

Þessar vöfflur geri ég alltaf heima hjá mér og langbestu vöfflurnar. Ég geri þær mjög oft á sumrin og þá úti í góða veðrinu.

Sykurlausar vöfflur

  • 5 dl létt ab-mjólk
  • 5 dl hveiti (eða 2 dl spelt og 3 hveiti)
  • 2 egg
  • 1/2 tsk salt
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 6 msk góð olía
  • 1/2 tsk vanilludropar

Fyrst fara þurrefnin saman í skál og svo vökvinn útí smám saman.

Uppskriftin þarf ekki að standa og bíða, hún er nokkuð stór, etv 12 vöfflur, og þær eru matarmiklar og dáldið stífar og brakandi, langbestar beint úr vöfflujárninu m nýrri og góðri heimagerðri sultu og rjóma!