caipiroska-646 caipiroska-266x399

Mojito hefur lengi verið einn vinsælasti kokteill landsins en auðvitað er margt annað gott sem ber með sér svipaðan keim.

Til dæmis caipirinha og svo þessi súperferski dásamlegi sumardrykkur – RIO CAIPIROSKA!

Innihaldið er svipað og í Mojito og Caipirinha nema hér notum við vodka. Drykkurinn verður fyrir vikið ekki jafn sætur og hinir kokteilarnir en alveg dásamlega svalandi og góður.

INNIHALD:

50 ml Smirnoff No. 21
1 lime skorið í 6 hluta
1 msk sykur

AÐFERÐ:

Settu lime og sykur í botninn á glasinu, helst þungt viskí glas. Kremja saman og bæta svo klaka út í svo vodka, best að nota mulinn klaka. Blanda vel saman og njóta.

Í einu glasi eru 180 hitaeiningar (but who cares?).