www.pjatt.is
Mér finnst alltaf ótrúlega mikil stemmning í tortillum.

Þær kæta alla og hver og einn getur ráðið því hvað fer á sína gleði-bombu. Þessi uppskrift er guðdómleg. Dásamlegt bragðið dansar út í eitt við bragðlaukana.

HRÁEFNI

 • 1 Tortilla-spelt
 • ⅓ bolli parmesan ostur
 • 1 msk. tómatsósa (Mér finnst sósan frá Rapzunel æði)
 • ½ msk. ólífuolía
 • 1 msk. sól-þurrkaðir tómatar
 • 1-2  hvítlauksrif, skorinn smátt
 • ½ rauðlaukur,  skorinn í þunnar sneiðar
 • jalapeno (má sleppa)
 • salt og pipar

AÐFERР

 1. Hitið ofninn í 180°c
 2. Olían smurð á tortilluna
 3. Smyrjið tómatsósu ofan á
 4. Kryddið með salti og pipar
 5. Parmesan ostur settur yfir
 6. Sól-þurrkaðir tómatar, hvítlaukur og rauðlaukur sett yfir ostinn
 7. Setjið bökuna á grind  og bakið í 6-8 mínútur, þar til brúnirnar eru fallega brúnar.

Berið gleðina fram með fersku salati. Þessi elska er tilbúin í alla gleði. Fullkomið að hella hvítu eða rauðu í glas og hafa með.

Njótið alla leið í botn!