Screen-Shot-2013-04-24-at-21.24.12Það er fátt huggulegra en að setjast niður og horfa á góða mynd sem fær mann til að hlægja og gráta allt í senn.

Best er í raun að horfa á rómantíska gamanmynd eða dramamynd með þeim sem maður elskar en auðvitað getur verið ákveðin áskorun fólgin í því að fá hann til þess.

Ef það tekst er bara gaman en ef ekki þá á maður að horfa á myndna með vinkonum sínum og skiptast bara á að rétta hvor annari tissjú.

Svo er bara að hafa nóg af allskonar gotterí með, heimapoppað, sódavatn blandað í smá appelsínudjús, möndlur, niðursneiddir ávextir og kannski rauðvín og ostar.

Hér er skotheldur listi yfir góðar myndir sem flestar fjalla um eftirlætis umfjöllunarefni listamanna og kvenna heimsins. Ástina, kærleikann og vináttuna!

Veldu eina þeirra sem þú hefur ekki séð og kósýkvöldið ykkar um helgina verður æði!

_________________________________________________________________