www.pjatt.is

Það er eitthvað við súkkulaði sem hefur áhrif á gleðina. Þessar unaðslegu múffur eiga skilið að komast á verðlaunapall, þær veita manni ómælda gleði. Ef þig langar að toppa fullkominn málsverð, þá mæli ég með þessum gullmolum!

HRÁEFNIwww.pjatt.is

Fyrir 2

 • 70 gr súkkulaði (70%)
 • 20 gr hrásykur
 • 50 gr smjör
 • 1 egg
 • 1/4 tsk salt
 • 10 gr spelt
 • Fersk hindber

AÐFERÐ

 1. Bræða súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.
 2. Hrærið saman egg og hrásykur, þar til létt og ljóst, bætið salti saman við.
 3. Blandið súkkulaðiblöndunni og spelti saman við eggjablönduna.
 4. Hellið dýrðinni í muffins form, gætið þess að fylla þau ekki alveg, setjið 3-4 hindber ofan í hverja múffu.
 5. Bakið við 180°C  í 10-12 mínútur, kökurnar eru bestar blautar að miðju.

Þessar ljúfur gera hverja stund fullkomna. Nærvera þeirra toppar allt.