Góð byrjun á góðum degi er að fá sér holla næringu í kroppinn. Miklu meiri líkur á að þú haldir jöfnum blóðsykri og minni að þú nælir þér í sætindi, þannig að líðan þín verður stórkostleg. Þessi drykkur er hreint út sagt himneskur.

INNIHALDwww.pjatt.is

  • 2 bollar jarðaber, frosin
  • 1 banani
  • 2 tsk chia fræ
  • 1 msk hampfræ
  • möndlumjólk, magn að þínum smekk
UNDIRBÚNINGUR

Allt sett saman í blandara og drukkið.

Hampfræ: Flokkast sem ofurfæða. Þau innihalda mikið af próteinum og í þeim er  Omega 3, 6 og 9, magnesíum, járn, zínk og kalíum.

Chia fræ: Eru mjög næringarík, orkugefandi, draga úr sætindalöngun og eru auðmeltanleg.

Þetta er orkumikill og góður drykkur sem einfalt og fljótlegt er að útbúa og endist fram að hádegi sem máltíð með einum ávexti í millimál.