laxabollur

Lax er með því besta sem við getum borðað enda ákaflega ríkur af Omega3 og D vítamínum svo eitthvað sé nefnt.

Þessi uppskrift er ekta fyrir sumarið, bæði girnileg og holl í senn. Hver elskar t.d. ekki sætar kartöflur? Mmmm… það verður gaman að prófa þessa um helgina!

Laxabollur innihald

500 g laxaflak, bein- og roðlaust, skorið í grófa bita
1 stk egg
• safi og fínrifinn börkur af 1 límónu
3 msk gróf brauðmylsna (hægt að rista gróft brauð og raspa niður)
2 msk ferskur kóríander, saxaður eða 1 tsk malað kóríander
• sjávarsalt og svartur pipar
2 dl gróft kókosmjöl
2 stk límónur, skornar í báta

1. Stillið ofninn á 180°.

2. Setjið fyrstu fimm hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Smakkið til með pipar og salti.

3. Mótið litlar bollur úr farsinu og veltið þeim upp úr kókosmjöli. Leggið bollurnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið í u.þ.b 8 mínútur.
4. Berið fram með ofnbakaðri sætkartöflumús, grænkarrýsósu og límónubátum til að kreista yfir bollurnar

Ofnbökuð sætkartöflumús

1 stk sætkartafla, skorin í bita
3 msk sýrður rjómi 10%
3 msk léttur smurostur með papriku
• cayaennepipar á hnífsoddi
• sjávarsalt og svartur pipar
2 msk fersk kóríander, finsaxað, (má sleppa)
• örlítil ólívuolía
4 msk Góðostur 17%, rifinn

1. Setjið kartöflubitana í pott með vatni og sjóðið í 10-15 mínútur eða þar til bitarnir eru orðnir mjúkir.
2. Hellið vatninu af og setjið kartöflubitana í skál. Setjið sýrða rjómann, paprikuostinn og kóríanderið saman við, Stappið og smakkið til með salti og pipar.
3. Olíuberið fjögur lítlið eldföst form eða eitt stórt. Skiptið sætkartöflumúsinni jafnt niður á formin. Sáldrið síðan rifnum osti yfir og bakið þar til osturinn brúnast.

Grænkarrýsósa

2 dl hrein jógúrt
½ tsk 0,5-1 tsk grænt karrýmauk
½ tsk cumin
1 tsk hunang
2 cm bútur af engifer, fínrifið
• sjávarsalt ef þurfa þykir

1. Hrærið öllum hráefnunum saman. Smakkið til með sjávarsalti og bætið við grænu karrýi ef vill.

Svo er bara að setjast niður og njóta veislunnar!

Birt með góðfúslegu leyfi Ernu Sverrisdóttur og mikið fleiri hollar og góðar uppskriftir hér á Gottimatinn.is