www.pjatt.is

Þessir gaurar slá allstaðar í gegn og eru alltaf vinsælir hvar sem þeir troða upp. Frábært að eiga þá í frysti. Æðislegir í veisluna, næla sér í þegar þú ert á hlaupum eða í hvaða gleði sem er.

HRÁEFNIwww.pjatt.is

 • 6 dl spelt
 • 2 tsk. vísteinslyftiduft
 • 1/2 tsk sjávarsalt
 • 2 msk. olífuolía
 • 2 1/2 dl vatn

AÐFERÐ

 1. Hitið ofninn í 180°C
 2. Blandið spelti, vínsteinslyftidufti, sjávarsalti og olíu saman.
 3. Bætið vatni saman við smám saman.
 4. Hnoðið saman með hnoðara, þar til deigið hefur samlagast.
 5. Fletjið deigið út.

SÓSA

 • 2 dl maukaðir tómatar
 • 1 tsk oregano
 • 1 tsk basilika
 • 1 poki mozzarella ostur, rifinn

Blandið öllu vel saman. Smyrjið á deigið og rúllið því upp. Skerið í ca. 2 cm sneiðar. Raðið þeim á pappírsklædda bökunarplötu.

Bakið í u.þ.b. 15 mínútur.

Njótið!