www.pjatt.is

Ég verð að viðurkenna að þessi týpa af morgunmat er ansi nálægt því að vera í stífri samkeppni við hafragrautinn góða um titilinn “Besti morgunmatur í heimi!”.

Ég elska að fá mér þessa dásemd, sérstaklega á sunnudagsmorgnum og toppa með einum góðum cappuccino á eftir, og svo gerist þetta ekki einfaldara.

Hráefniwww.pjatt.is

  • Bláber
  • 1 stór banani (vel þroskaður)
  • 1 stórt egg

Aðferð

  1. Stappið bananann, brjótið eggið út í og hrærið vel saman.
  2. Hitið pönnu á meðalhita. Setjið örlitla olíu ef þarf.
  3. Setjið góða matskeið af deigi á pönnuna. Stráið 5-7 bláberjum á þá hlið sem snýr upp.
  4. Steikið þar til þær hafa fengið fallegan brúnan lit. Passið að þær brenni ekki.

Berið fram með ferskum berjum, hlynsíróp og hunangi eða öðru góðgæti.

Þessar ofur “kjútuðu” elskur gleðja allt hið innra. Njótið vel og lengi!