kokos1

Til að búa til hið fullkomna holla kvöldsnakk sem er ekki bráðfitandi er tilvalið að nota kókosflögur

Þú færð kókosflögur í flest öllum heilsubúðum í dag auk Hagkaupa og Fjarðarkaupa.

Það sem þú þarft til að búa til kókos snakk er:

  • 2 og hálfur bolli kókosflögur
  • 2 tsk sýróp
  • smá gróft sjávarsalt

Blandaðu sýrópinu og saltinu saman og hitaðu í smá stund í potti. Blandaðu þessu svo saman við kókosflögurnar og bakaðu á bökunarpappír við 180 gráður í 25-30 mínútur.

ATH: Fylgstu vel með flögunum í ofninum því ofnar eru svo misjafnir. Þegar kókosflögurnar eru orðnar dökkar þá er tími til að taka þær út. Leyfðu þeim að kólna og svo er bara að hella sér í góðgætið.

….þar sem ég er algjör sælkeri þá strái ég smá af grófa saltinu yfir þegar þær eru rétt nýkomnar útúr ofninum… bara til að fá smá meira aukabragð. En þetta er ekki sniðugt ef þú ert í stífu aðhaldi því saltið er svo vatnsbindandi.

Mmmm algjört nammi!!