salat

Það er fátt eins ljúffengt og gott salat!

Ég hreinlega elska bragðgóð salöt og geri mikið af því að prófa mig áfram í dressingum og skella saman ólíkum hráefnum í salöt. Þetta salat er alltaf jafn gott. Það er einfalt, ótrúlega bragðgott og saðsamt.

Það sem þú þarft til að búa til kjúklinga, avocato ostasalat er

Hálfur poki af fersku spínati

8-10 stk konfekt tómata skorna til helminga eða 3 meðalstóra tómata skorna í bita

1/2 dós gular baunir

1 stk avocado smátt skorið

2 bringur steiktar kjúklingabringur eða hálfur grillaður kjúklingur

1/3 úr dós feta ostur eða 17% ostur skorinn í teninga (ath að hægt er að nota hvaða ost sem er, það fer allt eftir því hvaða fituprósentu af osti þú vilt nota í salatið, þeir bragðast allir jafn vel og passa jafn vel með þessu hráefni.)

1/2 poki léttsteiktar furuhnetur

salat1

Dressing:

  • 3msk ólífuolía
  • 1msk dijon sinnep
  • gróft salt og grófur pipar
  • Hrærið vel saman og hellið yfir salatið þegar það er tilbúið.

Þetta bragðgóða og holla salat er tilvalið sem hádegisverður eða jafnvel kvöldverður, það er ferskt og einstaklega ljúffengt!