Screen Shot 2013-04-17 at 10.08.58

Súkkulaðibollakökur með hindberjum og súkkulaðiskyrkremi eru dúnmjúkar og dýrðlegar undir tönn.

Dásamlegar með morgunkaffinu (að hætti Ítala sem borða kökur á morgnana) eða með síðdegiskaffinu. Þessar eru úr heilhveiti og innihalda aðeins 1/2 dl hrásykur og vínsteinslyftiduft svo þær eru svona í hollari kantinum og mega þessvegna fara með sem nesti í skólatöskuna. Uppskriftin er eftir Ernu Sverris sem skrifar mikið á Gott í matinn en hér eru múffurnar góðu…

Innihald

1 stk stórt brún egg
½ dl hrásykur
⅔ dl repjuolía
½ tsk vanilla
1¼ dl hveilhveiti
2 msk kakó
½ tsk vínsteinslyftiduft
⅛ tsk matarsódi
• sjávarsalt á hnífsoddi
⅔ dl vanilluskyr
1 dl frosin hindber

Aðferð

1. Stillið ofninn á 180°.
2. Hrærið egg og hrásykur í hrærivél þar til létt og ljóst. Hellið repjuolíu og vanillu varlega saman við á meðan vélin er í gangi.
3. Setjið þurrefnin saman við og hrærið í stutta stund. Bætið vanilluskyrinu saman við með sleikju,
4. Raðið pappamuffinsformum ofan í muffinsbökunarform. Setjið eina væna matskeið af deiginu í hver form. Sáldrið hindberjum yfir og látið loks restina af deiginu yfir.
5. Bakið í 15-20 mínútur. Varist að ofbaka.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir