www.pjatt.is

Ég elska ís og verð að fá hann reglulega. Mér finnst svo gaman að bera þessa elsku á borð eftir góða máltíð, því hann nærir allt hið innra og gerir mann svo glaðan.

Ís

www.pjatt.is

  • 6 bananar, vel þroskaðir
  • 1 bolli möndlumjólk
  • 1-2 msk. agave sýróp eða hlynsíróp
  • 1 tsk vanillu duft (ég nota frá Rapzunel)

Setjið banana, mjólk, vanillu og sætuna í blandara, blandið mjög vel saman, þar til blandan er orðin silkimjúk. Hellið blöndunni í box og frystið í 20-30 mín.

Súkkulaðiwww.pjatt.is

  • 3 msk. kókosolía, bráðin
  • 1/4 bolli kakó, hreint
  • 2 msk. hlynsíróp
  • 1/2 tsk. vanilluduft

Hrærið öllu vel saman og frystið. Þegar að súkkulaðið hefur stífnað, skerið í litla bita.

  • 1/3 bolli valhnetur, skornar smátt

Blandið súkkulaðinu og valhnetunum saman og þrýstið  ofan á ísinn. Frystið áfram í 4-5 klukkustundir.

 

Þú toppar alla skala þegar þessi fer á borðið. Hann er súper-hollur og sjúklega góður. Njótið alla leið í botn!