strawberry smoothieÞessa dagana er ég í kappi við sjálfa mig að reyna að borða rétt..

…Borða á 2-3 tíma fresti til að halda meltingunni gangandi og hreyfa mig í takt við það. Segi ekki að það gangi fullkomlega en það gengur betur þegar ég hef millimálin bragðgóð og spennandi.

Þessi drykkur er alveg að gera sitt fyrir mig, mér finnst hann ótrúlega bragðgóður og ljúfur. Hann veitir líka maganum sína fullnægju og er orkuríkur og fullur af ferskum vítamínum.

Til að blanda hann þarftu:

  • Safann úr þremur appelsínum
  • 1 bolla jarðaber
  • einn banana
  • 1/2 bolla vatn og 2-3 ísmola

Fyrst blandarðu saman appelsínunum, jarðaberjunum og vatninu og í blandara í 1 mínútu – Svo skellirðu banananum og ísmolunum útí og blandar í 2 mínútur.

Algjörlega himneskur drykkur sem sem gefur þér orku og jafnar út sykurþörfina í nokkra tíma.

Ljúffengt og gott… mmmm